Hér fyrir neðan gefur að líta æfingaáætlanir fyrir markvissa hreyfingu í vatni. Í skipulagi áætlana er gert ráð fyrir að hverri áætlun sé fylgt í viku í senn og æft sé að meðaltali þrisvar sinnum í viku, í 8 vikur.
Æfingarnar henta bæði byrjendum og lengra komnum, þar sem mótstaða vatns virkar þannig að auðveldlega er hægt að auka erfiðleikastig með því að gera æfinguna hraðar og auka þannig mótstöðu og álag. Auk þess er hægt að fara tvisvar sinnum í gegnum prógram dagsins til að gera æfinguna erfiðari.
Áætlanirnar er hægt að prenta út og plasta eða setja í plastvasa og taka með sér í næstu laug.
Gott er að horfa á myndband fyrir hverja áætlun og sjá þar hvernig æfingarnar eru framkvæmdar.
8 vikur af þjálfun í vatni er hægt að skipuleggja á eftirfarandi hátt:
- Vika 1 : Æfingaáætlun 1
- Vika 2 : Æfingaáætlun 2
- Vika 3 : Æfingaáætlun 3
- Vika 4 : Æfingaáætlun 1
- Vika 5 : Æfingaáætlun 2
- Vika 6 : Æfingaáætlun 3
- Vika 7 : Æfingaáætlun 1
- Vika 8 : Æfingaáætlun 2
Neðst á síðunni er svo að finna yfirlit yfir liðleikaæfingar sem gott er að gera eftir hverja æfingu!



