Hreyfing í vatni hefur jákvæð áhrif á svefn og svefngæði aldraðra og bætir bæði lengd og gæði sé hún stunduð daglega. Með góðum svefni er hægt að draga úr líkum á td. þunglyndi og kvíða og er því til mikils að vinna. Eldri borgarar eru sérlega viðkvæmir fyrir svefnvandamálum og mjög margir glíma við svefnleysi og eiga erfitt með að sofna. Rannsókn sem gerð var í Brasilíu sýndi fram á betri svefngæði hjá þeim sem æfðu í vatni í samanburði við þá sem æfðu á landi. Svefntími var einnig lengri. Við hreyfingu í vatni þrisvar í viku í sex vikur er hægt að finna mikinn mun á svefngæðum, lengd á svefni og betri andlegri líðan.
Heimildir: Chen o.fl., 2016, Alencar o.fl.,2006, Dadashpoor o.fl.,2013.