Liðleiki

Það er mikilvægt fyrir alla og þá sérstaklega fyir aldraða að halda í hreyfanleika eins og kostur er og þannig ná að halda stjórn á stöðu líkamans. Þegar líkaminn missir þann eiginleika að vera uppréttur og fer að halla fram á við, versnar jafnvægi til muna. Rannsóknir hafa sýnt að með því að hreyfa sig í vatni einu sinni í viku í 12 mánuði bættu þátttakendur bæði jafnvægi og stöðu líkamans . Getan til að teygja sig fram virðist tengjast takmörkunum á réttri líkamsstöðu. Hægt er að kanna liðleikann með því að teygja sig í tær úr sitjandi stöðu. Aukinn liðleiki hefur áhrif á daglegt líf og þar með lífsgæðin almennt.  Rannsóknir hafa borið saman einstaklinga sem æfðu í vatni og á landi í 12 vikur. Þátttakendur sem æfðu í vatni bættu liðleika mun meir en þeir sem æfðu á landi. Einnig höfðu þátttakendur gaman af því að vera í vatninu og fannst hreyfingin í vatninu draga úr verkjum í liðum og lundin verða léttari.

Heimildir: Josephson o.fl., 2001, Douris o.fl., 2003, Moody o.fl., 2012.