Með hreyfingu í vatni næst sami árangur í aukningu á þoli og í hreyfingu á landi en án álags á liði. Rannsóknir hafa sýnt aukna heilsuhreysti við hreyfingu í vatni, óháð því hvort æft er aðeins einu sinni í viku eða oftar . Æfingar í vatni hafa áhrif á lungnaþol sem aftur hefur áhrif á daglegt líf. Rannsóknir sem gerðar hafa verið á hreyfingu í vatni sýna að þegar æft er þrisvar sinnum í viku í 8-12 vikur er hægt að bæta súrefnisupptöku um 13-15 prósent. Sem þýðir að þol lungna eykst og það eitt gerir daglega hreyfingu eins og að ganga á milli staða auðveldari. Hreyfing í vatni bætir afköst í hjarta og æðakerfi meira en æfingar á landi. Ástæðan er talin vera sú að hreyfing í vatni virkjar marga vöðvahópa til þess að vinna gegn mótstöðu vatnsins.
Heimild: Sato og fleiri, 2007, Borgosz-Guzda o.fl. 2011, Kanitz o.fl.,2015.