Helstu kostir hreyfingar í vatni

Regluleg hreyfing í vatni yfir lengri tíma styrkir beinagrindarvöðva og líkamsstaðan verður beinni. Þol og styrkur eykst og jafnvægið verður betra. Auk þess hefur hreyfing í vatni góð áhrif á andlega líðan. Helstu kostir hreyfingar í vatni:

Flotmáttur vatns dregur úr álagi á alla liði og þá sérstaklega á hné og mjaðmir.

Þéttleiki vatnsins veitir stuðning á meðan á hreyfingu stendur.

Engin högg eru á liði þegar stigið er niður.

Þegar æft er í vatni og vatn nær að brjósti vegur líkaminn aðeins um 25-35% af eigin þyngd.

Blóðflæði verður skilvirkara í vatninu vegna þess að þyngdaraflið virkar ekki á líkamann í vatni.

Heimildir: Fukuie o.fl.,2019, Rafaelli o.fl.,2010, Ha o.fl.,2019.