Með hreyfingu í vatni er hægt að auka styrk verulega án álags á liði og bein. Æfingar í vatni hafa áhrif á styrk sem auðveldar daglegar athafnir heima við. Vegna þéttleika vatns samanborðið við andrúmsloftið er vöðvavirkni mikil í vatninu. Gott viðnámið virkjar því vöðva betur en æfingar á landi. Sýnt er að aldraðir sem æfa í vatni vikulega eru sterkari í fótum og fótleggjum en þeir sem æfa á landi. Það auðveldar þeim daglegt líf eins og að ganga upp og niður stiga og standa upp og setjast . Það nægir að æfa einu sinni í viku í vatninu til að sjá aukningu á styrk. En þá þarf að æfa yfir langt tímabil. Hægt er að sýna fram á aukinn styrk og vöðvastækkun í efri og neðri líkama á aðeins einni æfingu á viku í vatni, ef æft er í 6 mánuði eða meira. Aukinn styrkur bætir að auki jafnvægið.
Heimildir: Sato o.fl., 2007, Sevimli o.fl., 2015, Ochoa Martinez o.fl., 2015, Ha o.fl. 2019.