Síða þessi er Meistaraverkefni í Heilsuþjálfun og kennslu við Háskólann í Reykjavík.

Markmið síðunnar er að hvetja til hreyfingar í vatni. Á síðunni er safn æfinga sem notaðar eru með góðum árangri til að auka þol og styrk og myndbönd sem sýna hvernig hreyfingar eru framkvæmdar. Auk þess má finna fróðleik um jákvæð áhrif hreyfingar í vatni á heilsuna.

Meistaranemi og höfundur síðu er Ólöf Björnsdóttir íþróttafræðingur frá HR. Hún hefur unnið við margskonar þjálfun og hóptímakennslu síðustu 20 ár og hefur því mikla reynslu. Hún starfar nú hjá Reebok Fitness.

olof@holltherognu.is